Friday, October 5, 2012

1 mánuður ✔


Í eyðu á leið í skólann :)
Mánuður í Frakklandi:
Where there is a will, there is a way
Í dag er mánuður síðan ég kom hingað til Frakklands! Ég veit ekki hvort mér finnist ég hafa verið hérna í hálft ár eða eina viku. Þetta er búið að vera ótrúlega fljótt að líða en samt er eitthvernveginn eins og ég hafi verið hér alltaf. Ég er ekki komin með heimþrá að neinu viti, ennþá allavegana, og held ég eigi bara eftir að spjara mig þessa mánuði sem ég verð hér! Ég get – Ég ætla – Ég skal -krakkar mínir!
Ég held það nú, þó ég megi ekki sjá Ísland á landafræðikorti í Historie & Geographie án þess að fá smá sting í magann og gera hjarta í kringum það!
Síðasta helgi var geðveik, ég og Violette (systir mín) vorum með smá girlsnight og buðum nokkrum stelpum hingað í sleepover. Við settum á okkur maska, pöntuðum pizzur, horfðum á mynd sem var að sjálfsögðu talsett yfir á frönsku! Svo á Sunnudeginum fóru ég, Violette, Emanuelle og Ava til Disneylands sem var alveg hreint ótrúleg upplifun! Ég hélt að við værum að fara skoða kastala og borða nammi og eitthvað svona dúll en það var sannarlega ekki svoleiðis! Við fórum í næstum alla rússíbanana sem voru í boði í Disneylandi! Ég sem þorði ekki að fara í Extreme-tækið sem er alltaf á 17.júní á Akureyri. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og núna er ég rússíbanafíkill! Ég er búin að komast að því að franska er sjúklega erfitt tungumál og ég get hreinlega ekki borið fram sum orð! En ég er búin að læra helling af nýjum orðum og það liggur við að ég geti stundum sagt heilar setningar.
Ég á yndislega fjölsskyldu alveg hreint, mamma mín eldar hættulega góðan mat og ég er ekkert að hata það heldur, eftirréttirnir eru líka ófáir! Svo merkir AFS ekki bara American-Field-Service heldur líka Another-Fat-Student, er ekki AFS-ari fyrir ekki neitt.. Er svo fyndin, er ekki að fara fitna hérna fyrir fimm aura!!! Annars gengur skólinn bara vel þó ég skilji oft á tíðum ekki neitt allan tímann sem kennarinn er að tala. Madame Pinguet er samt alltaf að gefa mér eitthver blöð með frönskum æfingum sem ég þarf að leysa sem gengur misvel, bekkjarsystkinin mín eru dugleg að hjálpa mér þegar ég skil ekki hvað ég á að gera sem er náttúrulega bara frábært! Þessi helgi verður annars bara róleg. Fór áðan til Yerres með maman og papa að versla í matinn. Þetta er risa stór búð og ég íslendingurinn á ekki til orð við að vera þarna. Það fæst allt og ég er ekki að hata snyrtideildina og nammideildina!! mm fékk mér nutella Ferrero sem er svo gott að ég dey!! Svo rakst ég á sushihorn og konan var ekkert smá krúttleg, sagði að ég væri very beautiful og gaf mér 3 sushibita sem mér fannst ekki leiðinlegt. Annars er bara búið að vera mjög rólegt og á morgunn förum við í bíó á taken 2 og ég get ekki beðið eftir að sjá hana!
Já, er semsagt alltaf svona fersk í Frakklandi!

Svo hef komist að nokkrum hlutum á að vera hérna í Frakklandi og langaði að deila þeim með ykkur:

- Það þykir mjög fyndið að vera rauðhærður í Frakklandi, ekki spyrja mig afhverju haha!

- Allir frakkar borða baguette daglega með öllum mat (baguette með fromage sem er ostur).

- Kennararnir eru mjög strangir þá meina ég mjög strangir!! Stundum í tímum öskra þeir og ég hef ekki hugmynd um afhverju. Það er bara eðlilegt, fegin að það sé ekki gert í MA!

- Reykja næstum því allir, krakkar sem og kennarar!

- Frakkar kunna litla sem enga ensku, er mjög heppinn að lenda á frakka sem getur bjargað sér.

- Allir þættir og auglýsingar í sjónvarpinu er talsett yfir á frönsku!

- Það notar eiginlega enginn strokleður, allir bara með svona typpex-penna og strika yfir!

- Veit ég hef sagt þetta áður en franska er ógeðslega erfitt tungumál!
-Franskir strákar eru ekkert lítið myndarlegir! -Nutella er það besta, skil ekki hvernig ég gat lifað af án þess þessi 17 ár! -Þú kyssir alltaf fólk sem þú sérð 2 kossa á kinnina, alveg sama hversu lítið þú þekkir aðilann, já freðna dýrið ég frá Íslandi er svolítið lengi að venjast þessu!
Þá er þetta bara komið, skrifa næst þegar 2 mánuðir eru liðnir!


Bisous, Guðbjörg :*

Lycée Talma, skólinn minn (er ekki svona sóðalegur í dag heldur)

Nutella my new love!! 


ein fyrir Disneyland
Lestarstöðin í Brunoy
Stofan heima
Eitthvað í garðinum

 undir eiffelFína kakan sem Emanuelle kom með

Svo satt!!!
P.s það koma hellingur af myndum seinna, myndavélin og síminn ákváðu að gefa sig..

2 comments:

  1. haha sidasta myndin gaeti ekki verid meira sonn! Flott blogg hja ter og mig langar til Disney lands!!!!!

    ReplyDelete
  2. Hún er svo sönn!!! Og þú verður að fara, ekkert smá gaman :D

    ReplyDelete