Sunday, December 9, 2012

3 mánuðir ✔

Einungis 7 mánuðir  eftir!

Út að borða, tónleikar & bar í gærkvöldi í París!
Pakkinn sem mamma sendi frá Íslandi.
Sakna þeirra svo mikið! Vantar Kötlu & þá væri þetta fullkomið! Síðasta kvöldið á Akureyri á Strikinu.

Ég segi þetta í hvert einasta skipti sem ég blogga en ég er svo heppin með fjölsskyldu & gæti ekki verið þakklátari fyrir allt sem þau hafa gert & gera fyrir mig. Systurnar allar sem ein eru yndislegar & ég eyði mestum tíma með Violette því við erum einu sem búa heima. Við erum orðnar bestu vinkonur og mér þykir ekkert smá vænt um hana! Það er ótrúlega fyndið hvað við eigum allt sameiginlegt, notum sömu fatastærð, hlustum á nákvæmlega sömu tónlistina & ég gæti nánast gert lista! 
Nice í nóv
Eruði að grínast hvað tíminn líður hratt!? Ég man einsog  það hafi gerst í gær þegar ég mætti með ferðatöskuna mína hingað heim & var sagt að hér ætti ég að eiga heima næstu 10 mánuði  & á morgunn  væri fyrsti skóladagurinn.  Þetta var sannarlega stórt skref! Sérstaklega þar sem að hef búið á sveitabæ rétt hjá Akureyri af öllum stöðum í rúmlega 10 ár og flytja síðan beint til Parísar. En vá hvað ég er að elska það! Og það lætur mig líka ennþá meira elska bæinn minn & heimilið mitt á Íslandi!Annars er allt gott að frétta héðan, er í skólanum á fullu en þetta er samt miklu meiri lúxus en á Íslandi. Ég þarf að mæta 4 sinnum í viku klukkan 10:40 & hina dagana 08:30, en þá er ég ekki lengi, klára á Þriðjudögum t.d. klukkan 09:30 J En svo er ég alltaf að fara í einhver óvænt próf sem ég hafði ekki hugmynd um að væru og þá er ekkert annað í stöðunni nema að bulla bara eitthvað, er bara orðin mjög góð í því og ef það er eitthvað alveg út í hött þá á ég það til að skrifa íslensku! Væri ekki á móti því að geta séð svipinn á kennaranum samt! Landafræðikennarinn minn er samt snargeðveik!! Nei svona í alvörunni, hún gerir ekki annað en að öskra og reka krakka úr tímanum.. Svipirnir og grimmdin sem ein manneskja getur gefið frá sér! Ég virkilega verð að taka myndband og sýna ykkur einn daginn. Núna ég er miklu meira byrjuð að læra í skólanum en ég fór um daginn til miðborgar Parísar að vinna verkefni um Japanska menningu með nokkrum öðrum krökkum, það var ekkert smá gaman! Ég hef ákveðið að eftir áramót ætla ég að byrja læra á fullu og gera það sama sem krakkarnir í bekknum eru að læra! Það verður erfitt en lærdómsríkt! Ég elska enskuna hérna í Talma nema hvað, elsku madame Beaudoing elskar að láta mig fá allt það erfiðasta, t.d. í síðustu viku var ég ekki komin með bókina og þá datt henni sú snilldar hugmynd í hug að láta mig svara svona skemmtilegri spurningu líka, ég þurfti að standa upp og setjast á eitthvað borð fyrir framan alla og hún spurði: Is galactic suite science fiction? Vá hvað mér fannst þetta fyndið en ég náði að bjarga mér eitthvern veginn út úr þessu..
mon amour

Síðasta vika hefur verið aðeins öðruvísi en hinar vegna þess að Gary kom í heimsókn frá Nýja-Sjálandi. Hann hafði verið í 30 daga túr út um alla evrópu að fylgja All Blacks sem er rugby lið sem verulega gott & vann alla leikina nema einn. En allavegana þá kom hann og var frá sunnudegi til fimmtudags. Við fjölsskyldan sýndum honum allt það sem hægt er að gera í París á nokkrum dögum t.d. fórum við í Eiffel Tower & skoðuðum Sacre coeur kirkjuna svo eitthvað hafi verið nefnt. Gary var yndislegur og við gátum spjallað mikið sérstaklega þar sem hann var bóndi haha! Fjörið tekur engann enda því í kvöld er einnig annar Nýja-Sjálendingur að bætast í hópinn & verður hvorki meira né minna 5 vikur & rúmlega það. Það er hann David, kærasti Violettar. Þá verður París tekin í gegn aftur og gleðin sem fylgir því er ekki lítil get ég sagt ykkur.
París, tók hana í Eiffel!
Það styttist í jólin en ég á eftir að kaupa allar jólagjafir en ég fer á Miðvikudaginn til miðborgarinnar og þá get ég eflaust fundið eitthvað J Það er samt allt orðið mjög jólalegt en þegar ég vaknaði í fyrradag var allt í snjó úti! Það er orðið ekkert smá kallt á morgnanna og ég nota óspart 66°norður úlpunua mína.
París síðasta Sunnudag
Það er mikið framundan og ég hlakka ekkert smá til að eyða næstu mánuðum hérna! Það sem ég hlakka mest til er að fara í Napoleon veislu sem verður haldin í París 18.desember! Það er boðið mörgum ættum sem eru afkomendur Napoleons 1 og Chantal mamma mín á ættir að rekja þangað. Þetta er hellingur af ættum og verða eitthvað um nokkur hundruð manns þarna & allir í voða fancy fötum! Ég man hreinlega ekki hvað byggingin heitir sem þetta verður haldið í en þetta er mjög gamall kastali & sjúkrahús og hermenn úr öllum heiminum koma og syrgja þarna. Eftir tvær vikur fer ég í jólafrí og eftir 25.des til Nice örugglega aftur!!  Get ekki beðið ef við förum, Nice er uppáhaldsstaðurinn minn í öllum heiminum! Þá er þetta komið í bili, ég sakna ykkar allra ekkert smá mikið á Íslandi & hlakka til að sjá ykkur næsta sumar! 
Napoleonveislan verður í húsinu þarna með gulltoppnum!


Gros bisous, Guðbjörg Einars. 

Friday, November 9, 2012

2 mánuðir ✔

Áður en það var haldið af stað til Parísar í leit af brúðkaupskjól!
Ég sakna ykkar allra svo mikið að mig verkjar, það sem ég myndi gera bara fyrir að koma í einn dag heim til elsku Íslands.
Í tilefni þess að ég hef dvalið hér í Frakklandi í nákvæmlega tvo mánuði+1 dag þá hef ég ákveðið að skella í smá blogg.

  Þessar 8 vikur hafa liðið fáránlega hratt. Ég hef upplifað svo mikið, bæði gott & slæmt en bæði tel ég vera af hinu góða því ég verð bara sterkari fyrir vikið eftir að hafa lent í erfiðum aðstæðum :):)
Svo get ég talað endalaust um það hvað ég er heppin með fjölskyldu, þau eru yndisleg og mjög þolinmóð gagnvart mér og komandi „frönskunni minni“. Annars er franskan öll að koma núna finnst mér, vantar aðallega nokkrar forsetningar & orðaforðinn stækkar með hverjum deginum sem líður. Í skólanum þarf ég ekki að læra neitt frekar en fyrri daginn. Enskan er það eina sem mér finnst gaman að gera og ég læri helling á því af því að leiðbeiningarnar eru á frönsku. Ég reyni ekki einu sinni að gera stærðfræðina því hún var nógu erfið á íslandi og hvað þá á frönsku! En mig hlakkar ekki til þegar sá dagur rennur upp að ég skilji nógu mikla frönsku & þarf að gera allt heimanám en ég vona svo innilega að það verði aldrei. Núna er ég bara búin að vera í tveggja vikna fríi og hafa það einungis náðugt, en seinni frívikan mín einkenndist af því að horfa á gossip girl en við og Violette byrjuðum frá byrjun & ætlum að klára allar seríurnar! Í gærkvöldi fór ég í party til Juliu sem var mjög gaman.
En eins og flestir hafa tekið eftir þá fór ég í viku frí til Nice með famílíunni til Marie, elstu systur minnar sem býr þar.
Nice á Nice
Um leið og ég fór í tveggja vikna fríið fórum við þangað eða til Suður Frakklands. Það tók rúmlega 9 klst. að keyra & já mér datt sú snilldar hugmynd í hug að fara læra franskar óreglulegar sagnir um leið og við löggðum af stað sem var mjög slæm hugmynd þar sem ég fékk dúndrandi hausverk og ekki nema ''nokkrar'' klst. eftir af ferðinni. Ég á það til að fá mjög góðar hugmyndir hérna eins og þið sjáið..
En ferðalegið til Nice var frábært í alla staði. Á mjög góðar minningar þaðan. Marie og Sayginou voru yndisleg. Það sem mér fannst samt standa upp úr var það að fara til Monaco, versla í Nice, strandarferðirnar, Saint Tropez & Saint Agnés. Má ekki gleyma að segja frá því að þegar ég var í ísbúð í Nice var ein önnur fjölsskylda í allri búðinni og allt í einu heyrði ég þau tala íslensku & það fyrsta sem ég gerði var að fara til þeirra & spurja hvort þau væru íslensk sem þau og voru! Voru frá Austurlandi og ég spjallaði heillengi við þau, lítill heimur segi ég nú bara!

Hlakka til að fara þangað aftur
Það eru spennandi tímar framundan hérna í París, næstelsta systir mín er ólétt og er að fara gifta sig 24.11.12. Hún á reyndar ekki barnið fyrr en í maí og aðal brúðkaupið verður ekki fyrr en í ágúst, einum mánuði eftir að ég fer heim. En það mun ekki stoppa mig í því að mæta! En núna í nóvember er Civil Marriage og þá verður svona lítið brúðkaup hérna & allir ættingjarnir+vinirnir koma & presturinn sem að öllum líkindum giftir þau, veit voða lítið um þetta en þetta veit ég þó. Það er alltaf verið að plana brúðkaupið & mér finnst það ekki lítið skemmtilegt, á þriðjudaginn síðasta tókum við lest til miðborgar Parísar til að reyna finna giftingarkjól á Jeanne, ég fór í mestu draumabúð sem ég hef stigi fæti inn í, það er bókað mál að fara í þessa búð þegar ég gifti mig, það voru mörg hundruðir brúðarkjólar hangandi á snögum & allt hvítt þarna inni! Svo fékkstu einn starfsmann með þér sem kom með kjólana til þín & hjálpaði þér að klæðast þeim, systir mín var eins & drotting í þeim & það er einn sem mér fannst standa upp úr!
Svo 09.12.12 kemur David kærasti Violettar frá Nýja-Sjálandi & verður í rúmlega mánuð, yfir jólin sem sagt. Það verður mjög gaman, þá verður farið í Eiffel Tower aftur & París skoðað hátt & lágt. Svo eru tvö party veit ég sem ég ætla í en eitt er í París og hitt er tvítugsafmæli vinkonu minnar.
Á morgunn ætla ég, Violette & Manon að taka lest til Parísar & fara að versla smá, get ekki beðið & í tilefni þess að ég seldi Gerplu merina mína þá verður sko verslað!
Au revoir & Bisous Guðbjörg!
Kakan sem ég ætla gera í brúðkaupinu.

Elsku ströndin í Nice.

Violette í Saint-Tropez

Á veitingastað í Nice.

Ma famille <3

LOKSINS!

Saint-Tropez salat

Gerpaleg í einhverri random brúðkaupsbúð í París.

..
Man ekki hvað þetta heitir en þetta er í risa molli sem er á 6 hæðum og  það eru  merki eins og chanel sem fást þarna í búnkum.
Friday, October 5, 2012

1 mánuður ✔


Í eyðu á leið í skólann :)
Mánuður í Frakklandi:
Where there is a will, there is a way
Í dag er mánuður síðan ég kom hingað til Frakklands! Ég veit ekki hvort mér finnist ég hafa verið hérna í hálft ár eða eina viku. Þetta er búið að vera ótrúlega fljótt að líða en samt er eitthvernveginn eins og ég hafi verið hér alltaf. Ég er ekki komin með heimþrá að neinu viti, ennþá allavegana, og held ég eigi bara eftir að spjara mig þessa mánuði sem ég verð hér! Ég get – Ég ætla – Ég skal -krakkar mínir!
Ég held það nú, þó ég megi ekki sjá Ísland á landafræðikorti í Historie & Geographie án þess að fá smá sting í magann og gera hjarta í kringum það!
Síðasta helgi var geðveik, ég og Violette (systir mín) vorum með smá girlsnight og buðum nokkrum stelpum hingað í sleepover. Við settum á okkur maska, pöntuðum pizzur, horfðum á mynd sem var að sjálfsögðu talsett yfir á frönsku! Svo á Sunnudeginum fóru ég, Violette, Emanuelle og Ava til Disneylands sem var alveg hreint ótrúleg upplifun! Ég hélt að við værum að fara skoða kastala og borða nammi og eitthvað svona dúll en það var sannarlega ekki svoleiðis! Við fórum í næstum alla rússíbanana sem voru í boði í Disneylandi! Ég sem þorði ekki að fara í Extreme-tækið sem er alltaf á 17.júní á Akureyri. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og núna er ég rússíbanafíkill! Ég er búin að komast að því að franska er sjúklega erfitt tungumál og ég get hreinlega ekki borið fram sum orð! En ég er búin að læra helling af nýjum orðum og það liggur við að ég geti stundum sagt heilar setningar.
Ég á yndislega fjölsskyldu alveg hreint, mamma mín eldar hættulega góðan mat og ég er ekkert að hata það heldur, eftirréttirnir eru líka ófáir! Svo merkir AFS ekki bara American-Field-Service heldur líka Another-Fat-Student, er ekki AFS-ari fyrir ekki neitt.. Er svo fyndin, er ekki að fara fitna hérna fyrir fimm aura!!! Annars gengur skólinn bara vel þó ég skilji oft á tíðum ekki neitt allan tímann sem kennarinn er að tala. Madame Pinguet er samt alltaf að gefa mér eitthver blöð með frönskum æfingum sem ég þarf að leysa sem gengur misvel, bekkjarsystkinin mín eru dugleg að hjálpa mér þegar ég skil ekki hvað ég á að gera sem er náttúrulega bara frábært! Þessi helgi verður annars bara róleg. Fór áðan til Yerres með maman og papa að versla í matinn. Þetta er risa stór búð og ég íslendingurinn á ekki til orð við að vera þarna. Það fæst allt og ég er ekki að hata snyrtideildina og nammideildina!! mm fékk mér nutella Ferrero sem er svo gott að ég dey!! Svo rakst ég á sushihorn og konan var ekkert smá krúttleg, sagði að ég væri very beautiful og gaf mér 3 sushibita sem mér fannst ekki leiðinlegt. Annars er bara búið að vera mjög rólegt og á morgunn förum við í bíó á taken 2 og ég get ekki beðið eftir að sjá hana!
Já, er semsagt alltaf svona fersk í Frakklandi!

Svo hef komist að nokkrum hlutum á að vera hérna í Frakklandi og langaði að deila þeim með ykkur:

- Það þykir mjög fyndið að vera rauðhærður í Frakklandi, ekki spyrja mig afhverju haha!

- Allir frakkar borða baguette daglega með öllum mat (baguette með fromage sem er ostur).

- Kennararnir eru mjög strangir þá meina ég mjög strangir!! Stundum í tímum öskra þeir og ég hef ekki hugmynd um afhverju. Það er bara eðlilegt, fegin að það sé ekki gert í MA!

- Reykja næstum því allir, krakkar sem og kennarar!

- Frakkar kunna litla sem enga ensku, er mjög heppinn að lenda á frakka sem getur bjargað sér.

- Allir þættir og auglýsingar í sjónvarpinu er talsett yfir á frönsku!

- Það notar eiginlega enginn strokleður, allir bara með svona typpex-penna og strika yfir!

- Veit ég hef sagt þetta áður en franska er ógeðslega erfitt tungumál!
-Franskir strákar eru ekkert lítið myndarlegir! -Nutella er það besta, skil ekki hvernig ég gat lifað af án þess þessi 17 ár! -Þú kyssir alltaf fólk sem þú sérð 2 kossa á kinnina, alveg sama hversu lítið þú þekkir aðilann, já freðna dýrið ég frá Íslandi er svolítið lengi að venjast þessu!
Þá er þetta bara komið, skrifa næst þegar 2 mánuðir eru liðnir!


Bisous, Guðbjörg :*

Lycée Talma, skólinn minn (er ekki svona sóðalegur í dag heldur)

Nutella my new love!! 


ein fyrir Disneyland
Lestarstöðin í Brunoy
Stofan heima
Eitthvað í garðinum

 undir eiffelFína kakan sem Emanuelle kom með

Svo satt!!!
P.s það koma hellingur af myndum seinna, myndavélin og síminn ákváðu að gefa sig..

Monday, September 3, 2012

10 dagar ✔

Þau eru ófá skiptin sem farið er á skype við þessar skvísur skal ég segja ykkur!  

Undir Eiffel

Ótrúlegt en satt þá er ég búin að vera hérna í Frakklandi í 10 daga! Þá eru bara tæpir 10 mánuðir í að ég komi heim! Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en krefjandi! Ég er mjög stolt að kunna nokkur orð og setningar sem hafa komið sér vel hérna í France eins og Je ne comprends pas le français! (ég skil ekki frönsku haha) og svo auðvitað klassi að kunna oui og non.. Þetta byrjar vel og er allt á réttri leið eins og þið sjáið! En ég er semsagt byrjuð í skólanum og byrjaði daginn eftir að ég kom hér heim!! Yndislegt alveg hreint, fyrsti tíminn var stærðfræði og það fyrsta sem yndislega stærðfæðikennarum mínum henni coccapeille datt í hug var að láta mig leysa franskt stærðfræðidæmi á töflunni, ég hélt nú ekki. Ég er víst á öðru ári hérna í Frakklandi sem er bara fínt þþá er ég í aðeins auðveldari námsefni! ekki það að ég skilji neitt í því sem ég er í núna.. Er reyndar í ensku og ég er að fýla það í botn, fyrsta skipti á ævinni sem ég finnst ég vera virkilega góð í einhverju, er nýbúin að læra segja hvað ég heiti og hvað mér líkar og svona gaman.. Ég á frábæra fjölsskyldu sem gerir allt til að láta mér líða vel og ég gæti ekki verið heppnari. Í gær fór ég t.d. ein í sund með mömmu og pabba (: mér til mikillar gleði þurftu allir sem stigu fæti í laugina að vera með Sundhettu! Já þið lásuð rétt, en þetta var skemmtilegt þrátt fyrir það. Annars eru bara skemmtilegir tímar framundan, Disneyland á Sunnudaginn og svo förum við að öllum líkindum til Nice í 2vikna fríinu mínu sem er í lok október með fjölsskyldunni J Svo sagði Mamma að þau færu mjög oft til Parísar í verslunarferðir og svona í vetur, þannig mér mun ekki leiðast þessa mánuði sem ég verð hér! Þá er það ekki meira, lofa engu hvað ég verð dugleg að skrifa til ykkar á klakanum :)  
 P.s. held að ég venjist þessu aldrei (bara fyrstu sekúndurnar á myndbandinu) à http://www.youtube.com/watch?v=quV0o0bib-k

bisous de France :*
Það sem ég sakna ömmu og Þórhildar! 

Íslenskustelpurnar og frönsku sjálfboðaliðarnir!

Verið að yfirgefa klakann!

París þetta stóra og svo úthverfið mitt! 

Ég, Océane, Violette og Emmanuelle :)