Monday, September 3, 2012

10 dagar ✔

Þau eru ófá skiptin sem farið er á skype við þessar skvísur skal ég segja ykkur!  

Undir Eiffel

Ótrúlegt en satt þá er ég búin að vera hérna í Frakklandi í 10 daga! Þá eru bara tæpir 10 mánuðir í að ég komi heim! Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en krefjandi! Ég er mjög stolt að kunna nokkur orð og setningar sem hafa komið sér vel hérna í France eins og Je ne comprends pas le français! (ég skil ekki frönsku haha) og svo auðvitað klassi að kunna oui og non.. Þetta byrjar vel og er allt á réttri leið eins og þið sjáið! En ég er semsagt byrjuð í skólanum og byrjaði daginn eftir að ég kom hér heim!! Yndislegt alveg hreint, fyrsti tíminn var stærðfræði og það fyrsta sem yndislega stærðfæðikennarum mínum henni coccapeille datt í hug var að láta mig leysa franskt stærðfræðidæmi á töflunni, ég hélt nú ekki. Ég er víst á öðru ári hérna í Frakklandi sem er bara fínt þþá er ég í aðeins auðveldari námsefni! ekki það að ég skilji neitt í því sem ég er í núna.. Er reyndar í ensku og ég er að fýla það í botn, fyrsta skipti á ævinni sem ég finnst ég vera virkilega góð í einhverju, er nýbúin að læra segja hvað ég heiti og hvað mér líkar og svona gaman.. Ég á frábæra fjölsskyldu sem gerir allt til að láta mér líða vel og ég gæti ekki verið heppnari. Í gær fór ég t.d. ein í sund með mömmu og pabba (: mér til mikillar gleði þurftu allir sem stigu fæti í laugina að vera með Sundhettu! Já þið lásuð rétt, en þetta var skemmtilegt þrátt fyrir það. Annars eru bara skemmtilegir tímar framundan, Disneyland á Sunnudaginn og svo förum við að öllum líkindum til Nice í 2vikna fríinu mínu sem er í lok október með fjölsskyldunni J Svo sagði Mamma að þau færu mjög oft til Parísar í verslunarferðir og svona í vetur, þannig mér mun ekki leiðast þessa mánuði sem ég verð hér! Þá er það ekki meira, lofa engu hvað ég verð dugleg að skrifa til ykkar á klakanum :)  
 P.s. held að ég venjist þessu aldrei (bara fyrstu sekúndurnar á myndbandinu) à http://www.youtube.com/watch?v=quV0o0bib-k

bisous de France :*
Það sem ég sakna ömmu og Þórhildar! 

Íslenskustelpurnar og frönsku sjálfboðaliðarnir!

Verið að yfirgefa klakann!

París þetta stóra og svo úthverfið mitt! 

Ég, Océane, Violette og Emmanuelle :)


  

4 comments:

 1. Mér finnst Sidasta myndin af ter mergjud! En gott ad allt gangi vel hja ter ;*

  ReplyDelete
  Replies
  1. takk elsku sæt og já er það ekki! vona að allt gangi vel hjá þér líka :*

   Delete
 2. Vá ég verð bara abbó að lesa þetta! En gott að það sé vel hugsað um þig þarna :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já það er svo sannarlega gert það! Og þarft ekkert að vera abbó, ert nú í Seattle!! Ég vona að allt gangi vel hjá þér og við verðum í bandi :)

   Delete