Saturday, May 4, 2013

8 mánuðir ✔

Bonjour!
http://www.youtube.com/watch?v=lmCwsF_2eBE
Þetta lag á svo vel við næstu tíma hérna í la France!

 Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ

Þá er komið að næst síðasta blogginu frá mér hérna í París!
Veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta..
 Δ
Núna eru 8 mánuðir liðnir frá því ég kom hingað til Parísar. Ég vil ekki trúa þessu, ég kom hingað í gær að mér finnst og núna er ævintýrið bara á enda. 
En það hefur ótrúlega margt gerst frá seinasta bloggi sem var reyndar fyrir þremur mánuðum en betra er seint en aldrei. 


Núna eru allir hættir að kalla mig Lolu og ég heiti Gudji í staðin!

Mais alors, Belgique!

Ég tók síðustu vacances með stæl og skellti mér ein til Brussels í heimsókn til Kötlu minnar frá föstudegi til mánudags (08/03/13-11/03/13)
Það var yndislegt að hitta Kötlu og fjölskyldu sem eru í raun fjölskylda mín númer 2 þannig að ég skiptineminn svindlaði smá :D 
      Brussels var síðan algjört æði og ég gæti alveg hugsað mér að eiga heima þarna!!
 Annars einkenndist þessi heimsókn af mikilli hamingju, næturlífi, rigningu, bestu belgísku vöfflum sem ég hef smakkað á ævinni með jarðaberjum & nutella, túristadegi miklum, göngutúr út um allan miðbæinn og að lokum verslunarleiðangri.
(Ég asnaðist nú samt til að týna myndavélinni minni svo ég náði bara að taka mynd síðasta daginn þegar hún fannst loksins).

                                                                                     Δ
MY SISTER FROM ANOTHER MISTER

MA BELLE

KATLA AND HER HOME
BELGIUM.

BRUSSEL BABY


Roadtrip:
Svo þegar ég kom heim frá Brussels þá fór ég með maman, papa og Violette til Normandie, Saint Malo, Bretagne og fleiri skemmtilegra staða í Frakklandi. Það var ekkert smá gaman, við gistum á hóteli í 2 eða 3 nætur án Internets, reyndar mér og Violettar til mikillar gleði. Violette reyndi að tala á skype við kærasta sinn úti í garði kl. 6 um morguninn því að hótelstjórinn sagði að það virkaði bara þar en svo reyndist ekki.. Glatað!
En það kom ekki að sök því þarna á hótelinu var BAÐKER!! Já þið heyrðuð rétt, baðker!!!!
Hérna heima í France þá eru bara sturtur svo
Holy sweet mother of god ég varð vandræðanlega ánægð & held að ég hafi legið í því í 1-2 klst!
SAINT MALO 

NORMANDIE

SAINT MALO


UPSTAIRS IN LE MONT SAINT MICHEL
LE MONT SAINT MICHEL. 

                                                  SKÓLINN:
Skólinn gengur bara vel, ég er farin að skilja allt miklu betur en hef reyndar lítinn sem engann áhuga á að gera verkefnin í sögu og stærðfræði. Geri öll hin fögin en þetta er bara vesen. Samt eru akkurat kennararnir í þessum fögum alltaf að reyna láta mig læra eins og hina og taka próf og allt en ég verð alltaf jafn ''hissa'' þegar ég mæti og kennarinn tilkynnir að það sé próf. Úbs..
Mjög sniðug, stærðfræðikennarinn minn sem var kona var reyndar hætt að mæta í skólann og ég og bekkurinn minn vorum ekki búin að mæta í stærðfræði í 3 vikur en síðan var ráðinn annar kennari sem er karl og heitir M. Fabre. Hann er ekkert smá indæll og hefur líka svona mikinn áhuga á að kenna MÉR stærðfræði.. Voðalega gaman, sit kannski inní stofu og hann hrópar yfir allan bekkinn og segir: Skilur þú þetta Guðbjörg?? Og ég bara jájá svo hann fari nú ekki að útskýra allt í döðlur en það endar reyndar alltaf þannig. Mér fannst reyndar bara betra að hafa hinn kennarann því við gerðum ekkert og hún gerði engar kröfur til mín heldur. En ætli maður verði ekki að byrja að mastera franska stærðfræði svona þegar líður að lokum...


SCHOOL PROJECT

Ég bý hérna í Brunoy sem er 20 km. frá miðborg Parísar eða það tekur sirka 15 mínútur að taka metro og aðeins lengri tíma að keyra útaf traffík. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin með staðsetningu því að ég get labbað í nánast allt. Það er svona lítill krúttlegur miðbær hér með apóteki, sundlaug, bakaríi, ostabúðum, veitingastöðum og svona öllu hinu nauðsynlega og síðan risa skógur sem eru margir kílómetrar hér í 5 mínútna fjarlægð. Ég var farin að fara út að hlaupa á hverjum degi með hundinn í skóginum og allt farið að ganga þvílíkt vel, þolið og tímalengdin lengdist með hverjum deginum sem leið nema hvað eitt skiptið  í lok apríl þegar ég fór í einn túrinn þá var ég væntanlega með Bosco í bandi og hann sá aðra hunda í eitthverjum garði og stökk svona til og ég ekki tilbúin og missteig mig svona illa. Ég gat ekki stigið í fótin og datt í jörðina. Síðan var eitthver svona 3 ára krakki með duddu að horfa á mig eins og ég væri veit ekki hvað í eitthverjum öðrum garði þarna rétt hjá. Ég haltra síðan heim því að maman og papa skruppu til Nice í nokkra daga svo það var enginn heima en þetta reddaðist allt. Í staðin fyrir að labba í 5 min. heim urðu þetta 25 min. Þau komu síðan heim frekar seint um kvöldið og ég að drepast hérna heima. En svaf síðan með systur minni og maman fór með mig uppá slysó
morguninn eftir. 
Læknirinn sem ég fékk var ekkert smá flottur, hann var með sleeve (tattoo út um allar hendurnar) og tunnel (risa eyrnalokka sem var á stærð við vínber í eyranu). Hann sagði mér að hann hafi farið til Íslands í 2 mánuði í mótórhjólaferð í kringum landið með eitthverju gengi fyrir nokkrum árum.
Ég verð alltaf jafn hissa þegar eitthver sem ég hitti fer eða hefur farið til Íslands og að vinur minn hafi þekkt Of monsters and men og vissi að þeir voru íslenskir!!
Samt finnst mér ótrúlega margir frakkar sem ég hef hitt hafa farið til Íslands.
LOCATION

BOSCO 


Það eru búnir að koma nokkrir ekkert smá góðir dagar með 25° hita og sól. Þá förum við systur í bikiníin með ís, ávexti, tónlist & tönum allan daginn. 
Þetta er bara byrjunin og ég get ekki beðið eftir ekta heitu sumardögunum hérna sem fara koma von bráðar!
Þá verður líka farið í miðborg Parísar og allt gert. 
BREAKFAST WITH MES BELLES.

Annars hafa síðustu mánuðir verið frábærir og ég er búin að njóta mín ekkert smá og kynnast helling af nýju fólki. Mér finnst ég bara vera orðin ein af fjölskyldunni. 
Það verður ekkert smá erfitt að fara og kveðja alla í júlí. En núna þarf maður bara að njóta þessa tveggja mánaða sem eftir eru og taka þá með stæl og búa til fleiri ógleymanlegar minningar.
Δ

moi et ma belle 
& ALE
SKYPE-DATE WITH MY BEAUTY

SKYPE-DATE AVEC MES BELLES!! 
MY PIANOMASTER ON SKYPE
ME THIS MORNING WRITING THIS BLOG WITH MY BEST FRIENDS THESE DAYS.. BEN AND JERRY'S

HELLO BOYS

Núna er ég búin að vera í tveggja vikna fríi og á eina viku eftir. Ég hefði bara átt að vera í 2 vikur í fríi en útaf tognuninni þá var ég bara heima í sólbaði og að horfa á sjónvarpið í eina viku áður meðan allir aðrir voru í skólanum. Það voru ljúfir tímar get ég sagt ykkur! Svo klára ég skólann í kringum 10. júní og þá verð ég bara í sólbaði og í París til skiptis að versla og hafa gaman. En annars hef ég ekkert ákveðið nema ég veit að ég fer aftur til Normandie með Manon, Violette og helling af stelpum í sumarhús þar í viku við ströndina í kringum 20. júní!
2 MONTHS UNTIL I GO HOME :(
 Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ Δ
Au revoir er farin að versla!
Guðbjörg Einars ✘o✘o

 Δ


No comments:

Post a Comment