Einungis 7 mánuðir eftir!
|
Út að borða, tónleikar & bar í gærkvöldi í París!
|
|
Pakkinn sem mamma sendi frá Íslandi.
|
Sakna þeirra svo mikið! Vantar Kötlu & þá væri þetta fullkomið! Síðasta kvöldið á Akureyri á Strikinu.
Ég segi þetta í hvert einasta skipti sem ég blogga en ég er svo heppin með
fjölsskyldu & gæti ekki verið þakklátari fyrir allt sem þau hafa gert &
gera fyrir mig. Systurnar allar sem ein eru yndislegar & ég eyði mestum
tíma með Violette því við erum einu sem búa heima. Við erum orðnar bestu vinkonur
og mér þykir ekkert smá vænt um hana! Það er ótrúlega fyndið hvað við eigum
allt sameiginlegt, notum sömu fatastærð, hlustum á nákvæmlega sömu tónlistina &
ég gæti nánast gert lista! |
|
|
Nice í nóv
Eruði að grínast hvað tíminn líður hratt!? Ég man einsog það hafi gerst í gær þegar ég mætti með
ferðatöskuna mína hingað heim & var sagt að hér ætti ég að eiga heima næstu
10 mánuði & á morgunn væri fyrsti skóladagurinn. Þetta var sannarlega stórt skref! Sérstaklega
þar sem að hef búið á sveitabæ rétt hjá Akureyri af öllum stöðum í rúmlega 10
ár og flytja síðan beint til Parísar. En vá hvað ég er að elska það! Og það
lætur mig líka ennþá meira elska bæinn minn & heimilið mitt á Íslandi!Annars er allt gott að frétta héðan, er í skólanum á fullu en þetta er samt
miklu meiri lúxus en á Íslandi. Ég þarf að mæta 4 sinnum í viku klukkan 10:40 &
hina dagana 08:30, en þá er ég ekki lengi, klára á Þriðjudögum t.d. klukkan
09:30 J En svo er ég alltaf að fara í einhver óvænt próf sem ég hafði ekki
hugmynd um að væru og þá er ekkert annað í stöðunni nema að bulla bara eitthvað,
er bara orðin mjög góð í því og ef það er eitthvað alveg út í hött þá á ég það
til að skrifa íslensku! Væri ekki á móti því að geta séð svipinn á kennaranum
samt! Landafræðikennarinn minn er samt snargeðveik!! Nei svona í alvörunni, hún gerir
ekki annað en að öskra og reka krakka úr tímanum.. Svipirnir og grimmdin sem
ein manneskja getur gefið frá sér! Ég virkilega verð að taka myndband og sýna
ykkur einn daginn. Núna ég er miklu meira byrjuð að læra í skólanum en ég fór um daginn til miðborgar
Parísar að vinna verkefni um Japanska menningu með nokkrum öðrum krökkum, það
var ekkert smá gaman! Ég hef ákveðið að eftir áramót ætla ég að byrja læra á
fullu og gera það sama sem krakkarnir í bekknum eru að læra! Það verður erfitt
en lærdómsríkt! Ég elska enskuna hérna í Talma nema hvað, elsku madame Beaudoing elskar að láta
mig fá allt það erfiðasta, t.d. í síðustu viku var ég ekki komin með bókina og
þá datt henni sú snilldar hugmynd í hug að láta mig svara svona skemmtilegri
spurningu líka, ég þurfti að standa upp og setjast á eitthvað borð fyrir framan
alla og hún spurði: Is galactic suite science fiction? Vá hvað mér fannst þetta fyndið en ég náði að bjarga mér eitthvern veginn út úr
þessu.. |
|
mon amour
Síðasta vika hefur verið aðeins öðruvísi en hinar vegna þess að Gary kom í
heimsókn frá Nýja-Sjálandi. Hann hafði verið í 30 daga túr út um alla evrópu að
fylgja All Blacks sem er rugby lið sem verulega gott & vann alla leikina
nema einn. En allavegana þá kom hann og var frá sunnudegi til fimmtudags. Við
fjölsskyldan sýndum honum allt það sem hægt er að gera í París á nokkrum dögum t.d.
fórum við í Eiffel Tower & skoðuðum Sacre coeur kirkjuna svo eitthvað hafi
verið nefnt. Gary var yndislegur og við gátum spjallað mikið sérstaklega þar
sem hann var bóndi haha! Fjörið tekur engann enda því í kvöld er einnig annar Nýja-Sjálendingur að
bætast í hópinn & verður hvorki meira né minna 5 vikur & rúmlega það.
Það er hann David, kærasti Violettar. Þá verður París tekin í gegn aftur og
gleðin sem fylgir því er ekki lítil get ég sagt ykkur. |
|
París, tók hana í Eiffel!
Það styttist í jólin en ég á eftir að kaupa allar jólagjafir en ég fer á
Miðvikudaginn til miðborgarinnar og þá get ég eflaust fundið eitthvað J Það
er samt allt orðið mjög jólalegt en þegar ég vaknaði í fyrradag var allt í snjó
úti! Það er orðið ekkert smá kallt á morgnanna og ég nota óspart 66°norður úlpunua mína. |
|
París síðasta Sunnudag
Það er mikið framundan og ég hlakka ekkert smá til að eyða næstu mánuðum hérna!
Það sem ég hlakka mest til er að fara í Napoleon veislu sem verður haldin í
París 18.desember! Það er boðið mörgum ættum sem eru afkomendur Napoleons 1
og Chantal mamma mín á ættir að rekja þangað. Þetta er hellingur af ættum og
verða eitthvað um nokkur hundruð manns þarna & allir í voða fancy fötum!
Ég man hreinlega ekki hvað byggingin heitir sem þetta verður haldið í en þetta
er mjög gamall kastali & sjúkrahús og hermenn úr öllum heiminum koma og
syrgja þarna. Eftir tvær vikur fer ég í jólafrí og eftir 25.des til Nice örugglega aftur!! Get ekki beðið ef við förum, Nice er uppáhaldsstaðurinn
minn í öllum heiminum! Þá er þetta komið í bili, ég sakna ykkar allra ekkert smá mikið á Íslandi &
hlakka til að sjá ykkur næsta sumar! |
|
Napoleonveislan verður í húsinu þarna með gulltoppnum! |
Gros bisous, Guðbjörg Einars.
No comments:
Post a Comment