|
Áður en það var haldið af stað til Parísar í leit af brúðkaupskjól! |
Ég sakna ykkar allra svo mikið að mig verkjar, það sem ég myndi gera bara fyrir að koma í einn dag heim til elsku Íslands.
Í tilefni þess að ég hef dvalið hér í
Frakklandi í nákvæmlega tvo mánuði+1 dag þá hef ég ákveðið að skella í smá blogg.
Þessar 8
vikur hafa liðið fáránlega hratt. Ég hef upplifað svo mikið, bæði gott &
slæmt en bæði tel ég vera af hinu góða því ég verð bara sterkari fyrir vikið
eftir að hafa lent í erfiðum aðstæðum :)
Svo get ég talað endalaust um það hvað ég er heppin með fjölskyldu, þau eru
yndisleg og mjög þolinmóð gagnvart mér og komandi „frönskunni minni“. Annars er
franskan öll að koma núna finnst mér, vantar aðallega nokkrar forsetningar
& orðaforðinn stækkar með hverjum deginum sem líður. Í skólanum þarf ég
ekki að læra neitt frekar en fyrri daginn. Enskan er það eina sem mér finnst
gaman að gera og ég læri helling á því af því að leiðbeiningarnar eru á
frönsku. Ég reyni ekki einu sinni að gera stærðfræðina því hún var nógu erfið á
íslandi og hvað þá á frönsku! En mig hlakkar ekki til þegar sá dagur rennur upp
að ég skilji nógu mikla frönsku & þarf að gera allt heimanám en ég vona svo
innilega að það verði aldrei. Núna er ég bara búin að vera í tveggja
vikna fríi og hafa það einungis náðugt, en seinni frívikan mín einkenndist af
því að horfa á gossip girl en við og Violette byrjuðum frá byrjun & ætlum
að klára allar seríurnar! Í gærkvöldi fór ég í party til Juliu sem var mjög
gaman.
En eins og flestir hafa tekið eftir þá fór ég í viku frí til Nice með
famílíunni til Marie, elstu systur minnar sem býr þar.
|
Nice á Nice |
Um leið og
ég fór í tveggja vikna fríið fórum við þangað eða til Suður Frakklands. Það tók
rúmlega 9 klst. að keyra & já mér datt sú snilldar hugmynd í hug að fara
læra franskar óreglulegar sagnir um leið og við löggðum af stað sem var mjög
slæm hugmynd þar sem ég fékk dúndrandi hausverk og ekki nema ''nokkrar'' klst.
eftir af ferðinni. Ég á það til að fá mjög góðar hugmyndir hérna eins og þið
sjáið..
En ferðalegið til Nice var frábært í alla staði. Á mjög góðar minningar þaðan.
Marie og Sayginou voru yndisleg. Það sem mér fannst samt standa upp úr var það
að fara til Monaco, versla í Nice, strandarferðirnar, Saint Tropez & Saint
Agnés. Má ekki gleyma að segja frá því að þegar ég var í ísbúð í Nice var ein
önnur fjölsskylda í allri búðinni og allt í einu heyrði ég þau tala íslensku
& það fyrsta sem ég gerði var að fara til þeirra & spurja hvort þau
væru íslensk sem þau og voru! Voru frá Austurlandi og ég spjallaði heillengi
við þau, lítill heimur segi ég nú bara!
|
Hlakka til að fara þangað aftur |
Það eru spennandi tímar framundan hérna í París, næstelsta systir mín er ólétt
og er að fara gifta sig 24.11.12. Hún á reyndar ekki barnið fyrr en í maí og
aðal brúðkaupið verður ekki fyrr en í ágúst, einum mánuði eftir að ég fer heim.
En það mun ekki stoppa mig í því að mæta! En núna í nóvember er Civil Marriage
og þá verður svona lítið brúðkaup hérna & allir ættingjarnir+vinirnir koma
& presturinn sem að öllum líkindum giftir þau, veit voða lítið um þetta en
þetta veit ég þó. Það er alltaf verið að plana brúðkaupið & mér finnst það
ekki lítið skemmtilegt, á þriðjudaginn síðasta tókum við lest til miðborgar
Parísar til að reyna finna giftingarkjól á Jeanne, ég fór í mestu draumabúð sem
ég hef stigi fæti inn í, það er bókað mál að fara í þessa búð þegar ég gifti
mig, það voru mörg hundruðir brúðarkjólar hangandi á snögum & allt hvítt
þarna inni! Svo fékkstu einn starfsmann með þér sem kom með kjólana til þín
& hjálpaði þér að klæðast þeim, systir mín var eins & drotting í þeim
& það er einn sem mér fannst standa upp úr!
Svo 09.12.12 kemur David kærasti Violettar frá Nýja-Sjálandi & verður í
rúmlega mánuð, yfir jólin sem sagt. Það verður mjög gaman, þá verður farið í
Eiffel Tower aftur & París skoðað hátt & lágt. Svo eru tvö party veit
ég sem ég ætla í en eitt er í París og hitt er tvítugsafmæli vinkonu minnar.
Á morgunn ætla ég, Violette & Manon að taka lest til Parísar & fara að
versla smá, get ekki beðið & í tilefni þess að ég seldi Gerplu merina mína
þá verður sko verslað!
Au revoir & Bisous Guðbjörg!
|
Kakan sem ég ætla gera í brúðkaupinu. |
|
Elsku ströndin í Nice. |
|
Violette í Saint-Tropez |
|
Á veitingastað í Nice. |
|
Ma famille <3 |
|
LOKSINS! |
|
Saint-Tropez salat |
|
Gerpaleg í einhverri random brúðkaupsbúð í París. |
|
.. |
|
Man ekki hvað þetta heitir en þetta er í risa molli sem er á 6 hæðum og það eru merki eins og chanel sem fást þarna í búnkum. |
iss ég lærði aldrei neitt í skólanum sama hvað ég var búin að læra mikla spænsku ;) (var í chile í 1 ár)
ReplyDeleteHeppin varst þú! Ég vona svo innilega að þetta verði þannig hjá mér líka! :D
ReplyDeleteAldrei reyna að gera eh annað heldur en að sitja kyrr í bíl í Frakklandi, sérstaklega ekki lesa. Það mun enda illa. Og kennararnir þurfa ekkert að vita af því þegar sá dagur kemur að við skiljum heimanámið ;)
ReplyDeleteHahaha ég held að ég hlusti bara á þig því allir keyra á svona 150 á hraðbrautum og ég var lúmskt bílveik síðast! Og kennararnir hérna halda að ég ætli að byrja læra núna en vá nei, þeir mega gleyma því, eina sem ég ætla að gera er að læra frönsku :)
Delete